top of page
Writer's pictureJean-Rémi Chareyre

Sádí-Arabía getur ekki aukið olíuframleiðslu sína meira en lofað var




Vefmiðillin Oilprice.com segir frá því að stærsta olíufyritæki heims, Aramco, getur ekki aukið framleiðlsu sína hraðar en lofað var, þrátt fyrir aukna eftirspurn og hátt olíuverð. Amin Nasser, framkvæmdastjóri Aramco, segir að það muni taka fimm ár fyrir fyrirtækið að auka framleiðslu sína úr 12 milljónum tunna í 13 milljónir tunna á dag.


En Nasser varar líka við stöðuna á olíumarkaði:


"Heimurinn er að ganga með aðeins innan við 2% umfram-afkastagetu [í olíuframleiðslu]. Fyrir Covid var flugiðnaðurinn að eyða 2,5 milljónir tunna á dag meira en hann eyðir í dag. Ef flugiðnaðurinn eykur umsvif sín á ný erum við komin í meiriháttar vandræði," segir hann og bætir við að innrás Rússa í Úkraínu sé aðeins að draga athyglinni frá því sem hefði gerst hvort sem er.


Sádí-Arabía er eitt af fáum löndum sem býr yfir nógu miklum olíulindum til að auka framleiðslu sína svo um muni og vega þannig upp á móti dvínandi framleiðslu annars staðar þar sem olíulindir eru að tæmast. En jafnvel í paradís svarta gullsins eru auðlindir takmarkaðar og ólíklegt að Sádí-Arabía geti afstýrt miklar hækkanir á olíuverði með því að auka framleiðslu sína nægilega mikið (hækkanir sem þjóna hagsmunum hennar hvort sem er ágætlega takk fyrir).


Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, 7.6 milljónir íbúar. Þar er olíuneysla á mann ein sú hæsta sem gerist í heimi: 6000 lítrar á mann á ári.


Olíufélagið Aramco var upphaflega sköpunarverk Bandaríkjanna, sem fóru í olíuútrás víða um heim eftir seinni heimsstyrjöld, þegar þeim varð ljóst að olíulindir Norður-Ameríku, þótt miklar og gjöfular, myndu ekki duga þeim til eilífðar. Aramco stendur fyrir Arabian-American Oil Company og var stofnað sem dótturfyrirtæki SoCal ("Standard Oil Company of California", sem heitir í dag Chevron). Í dag er Aramco fyrst og fremst í eigu Sádí-Arabíska ríkisins en Bandaríkin hafa haldið í áhrifamátt sinn með því að gerast sérstakir bandamenn Sádí-Arabískra stjórnvalda.


Bandarískir olíuleitarmenn duttu í lukkupottinn árið 1948 þegar þeir fundu Ghawar-olíulindina í austurhluta landsins. Sú olíulind reyndist síðan vera sú stærsta í heimi: 30 km á breidd og 300 km á lengd.




Ghawar-svæðið ásamt öðrum olíulindum landsins hefur gert Aramco að stærsta olíuframleiðanda heims, og nýlegar hækkanir á olíuverði hafa leitt til þess að fyrirtækið tók fram úr tæknirisanum Apple Inc. sem dýrmætasta fyrirtæki heims þann 11 maí 2022.


Starfsemi Aramco hefur þegar valdið losun upp á 60 milljarðar tonna Co2-ígildi síðan 1965, eða um 4,5% af heildalosun mannkyns á sama tímabili. Bandaríkin eru þriðji stærsti viðskiptavinur Aramco með um 15% af olíuútflutningi Sádí-Arabíu.


En þrátt fyrir miklar olíulindir í Sádí-Arabíu eru náttúruauðlindir takmarkaðar eins og áður var nefnt. 60 ár eftir að Ghawar-svæðið var fundið tilkynnti Aramco árið 2008 að nú þegar væri búið að dæla upp 50% af olíunni úr stærstu olíulind veraldar. Vissulega hafa fundist fleiri olíulindir í millitíðinni og fleiri munu finnast, en munu þær duga til að svala endaust vaxandi þorsta heimsins fyrir olíu?


Olíuleit er eins og páskaeggjaleit: menn finna fyrst stærstu eggin og þau sem eru verst falin. Eftir því sem líður á þarf að sækja eggin sífellt lengra (t.d. djúpt undir sjó eða langt í norðri) og eggin verða sífellt minni. Á endanum finnst bara ekki nóg af eggjum handa öllum lengur, og þá byrja vandræðin, eins og framkvæmdastjóri Aramco bendir kurteislega á...



Til að lesa meira um framtíð olíuframleiðslu í heiminum:



Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page